Aðskilnaður

Saga móður

Móðirin er ung kona. Hún er nemandi á Íslandi en hún er langt frá heimalandi sínu. Hún er frá borginni Gaza: stærstu borginni á svæðinu Gaza Strip. Maðurinn hennar og tvö ung börn eru enn þar.

Móðir: Getið þið ímyndað ykkur að hlusta á öskur, sprengingar og skothljóð öll hvöld? Getið þið ímyndað ykkur hvernig er að ganga um götur sem eru fullar að örvæntingarfullu fólki? Getið þið ímyndað ykkur að vera fangar í ykkar eigin borg: hindranir og reiðileg andlit mæti manni við öll? Getið þið ímyndað ykkur að ala upp börn í slíku umhverfi?

Ég þarf ekki að ímynda mér það. Ekki heldur nágrannar mínir, vinir mínir eða fjölskyldan. Svona er runveruleikinn í borginni Gaza árið 2019: raunveruleiki sem ég er nýbúin að flýja. En ég skyldi hjarta mitt eftir.

Stjórnmálamaður frá Ísrael: Palestinubúar hata fólk frá Ísrael. Þeir vilja útrýma okkur fyrir fullt og allt. Við verðum að vernda okkur og börnin okkar. Þetta er landið okkar og við höfum rétt á að búa hér.

Stjórnmálamaður frá Palestínu: Ísraelar hata fól frá Palestínu. Þeir vilja útrýma okkur fyrir fullt og allt. Við verðum að vernda okkur og börnin okkar. Þetta er landið okkar og við höfum rétt á að búa hér.

Stjórnmálamaður frá Ísrael: Fólkið frá Gaza eru hryðjuverkamenn.

Stjórnmálamaður frá Palestínu: Israelsmenn eru ruddar.

Móðirr: Getið þið séð vandamálið? Í Gaza, við erum dauðhrædd. Oft, höfum við rafmagn einungis um sex tíma á dag, það er ekki nóg af rennandi vatni og um 70% manns eru atvinnulaus. Áttatíuprósent eru undir fátæktarmörkum. Börnin okkar deyja úr ýmsum sjúkdómum. Ofbeldisfull átök eiga sér stað allt í kringum okkur.

Í Gaza City er stór eftirlitsmyndavél yfir borginni. Það er stöðugt fylgst með okkur.  Eru augu í skýjunum yfir ykkur?

Það er mjög erfitt að komast út.  Ég er ein af þeim heppnu. (Hún stoppar og beygir höfuðið).  Samt finnst mér ég stundum ekki vera heppin. 

Landamærin milli Gaza og bæði Israel og Egyptalands eru lokuð.  Vopnaðir verðir tryggja öryggi okkar. Maður kemst til Ísrael í gegnum Erez.  

Ísraelskur landamæravörður: Þú mátt ekki yfirgefa Gaza nema þú hafir leyfi.  Þú ert ekki með réttu skjölin. Farðu til baka, annars skýt ég þig.

Móðir: : Þessi leið er lokuð.  Hinn möguleikinn er Egyptaland.  Í genum Rafah. 

Egypskur landamæravörður: Já þú mátt fara í gegn. En það mun taka 6 mánuði að ganga frá leyfinu þinu.  (Hann klórar sér í nefinu og brosir). Og við verðum að komast að samkomulagi með verðið. Þrjúþúsund dollarar á mann. (Hann hlær). 

Móðir: Meðallaunin á Gazasvæðinu fyrir þessa örfáu útvöldu sem fá að vinna þar, eru fjögurhundruð dollarar á mánuði.  Við verðum að fæða fjölskyldur okkar og halda hita á börnunum okkar. (Móðirin les og skrifar eitthvað niður við skrifborðið) 

Móðir: Eiginmaður minn og ég verðum að vinna svo líf okkar verði betra.  Við getum ekki stólað á neinn annan.

(Henni býðst að taka þátt í verkefni í gegnum einhvern háskólaprófessor)

(She is approached by a university professor who has a proposal for her.)

Prófessor: Þetta er verkefni sem gæti hentað þér og þinni getu.  Hæfasta fólkið mun eyða nokkrum mánuðum á Íslandi, búa þar og læra. Þú munt læra helling af þessu og ég held að þú öðlist fleiri tækifæri í framtíðinni ef þú tekur þátt í þessu verkefni. (Þau stoppa)  

En, því miður er þetta tækifæri aðeins fyrir eina manneskju og þú munt þurfa að skilja fjölskyldu þína eftir.  

(Móðirin tekur í hönd eiginmanns síns)

Móðir: Ég verð að nýta þetta tækifæri, kannski fáum við aldrei annað.  Þetta gefur okkur möguleika á að mynda tengsl og öðlast reynslu fyrir utan Gazasvæðið. Ég mun sakna þín mjög mikið en ég lofa að ég sný til baka eins fljótt og hægt er. Ég vona að í framtíðinni munu opnast fleiri dyr fyrir okkur og að allt verði bjartara og betra, í stað vopnaðra landamæravarða og sprengjuláta. Ég elska þig

Eiginmaður: Ég skil.  Ég veit að þú ert ekki að yfirgefa okkur og að við munum hittast fljótlega aftur. Þetta gæti orðið tækifæri fyrir okkur til að breyta framtíð okkar. –kannski meira að segja til að yfirgefa þetta fangelsi sem við búum í. Ég leyfi mér ekki að láta mig dreyma um líf fyrir börnin okkar án gaddavíra sprengjuláta, leyniskytta, og sjálfsmorðsvesta.  En kannski…..

Barn: Mamma.  Hvertu ertu að fara? Ég vil ekki að þú farir.  

Móðir: Elskan mín.  Mamma þarf að fara í burtu í stutta stund, en ég hringi í þig og við getum talað saman og notum internetið eins mikið og við getum.  Ég mun hugsa til ykkar beggja á hverjum einast degi og ég lofa að ég mun syngja fyrir þig og við spilum saman mjög fljótlega.  

Barn:  Af hverju getum við ekki farið með þér?

(Móðirin tekur um höfuð sér og það er þögn.  Börnin og eiginmaðurinn ganga í burtu og yfirgefa sviðið.  Hún lyftir höfðinu.)

Móðir: Ég er hér en ég er samt ekki hér.  Líkami minn er í Reykjavík en sál mín tilheyrir Gaza með eiginmanni minum og börnunum mínum. Í síðustu viku voru tuttugu og fjórir nágranna minna drepnir með sprengjum og skothríð frá herflugvélum.  Ég veit að ef við verðum í Gaza mun líf okkar vera litað af hörmungum, örvinglun og sársauka.   

Ég veit það að það er ekki okkar val hvar við verðum en ég vil allavega reyna að breyta einhverju.  Þú myndir auðvitað gera það sama.   

Myndir þú gera það sama?

Categories: Islenska

%d bloggers like this: