Björgun?

Saga Martins

Martin Kolek er frá Þýskalandi.  Hann er 49 ára gamall. Hann er sjálfboðaliði hjá samtökum sem kallast Sea-Watch: Þeir sigla um Miðjarðarhafið og pikka upp flóttamenn sem reyna að ná til Evrópu á óöruggum og  yfirfullum bátum.

Martin: Ég er tónlistartherapisti og Þýskaland er langt frá strönd Líbíu. En ég er hér.  Ég tók frí frá vinnunni minni.  Ég er á stað sem ég hef hugsað um í meira en ár, þar sem þúsundir manna reyna að komast yfir Miðjarðarhafið og þar sem þúsundir manna deyja. Það er óhugsandi  Það getur ekki verið. Ég veit að ég verð að vera þarna.  Til að bjarga lífum.

Ítalskur stjórnmálamaður:  (Stígur fram og steitir hnefann)  Flóttamenn eru ekki velkomnir til Ítalíu. Þíð fáið ekki leyfi til að leggja að landi hér. Flóttamennirnir fá ekki að halda áfram, þið verðið að fara með þá til baka til Líbíu.

Lögfræðingur sem vinnur með samtökunum: (Opnar faðminn.) Að taka fólk með valdi, sem hefur verið bjargað úr sjónum og senda það til baka til stríðshrjáðs lands, þar sem þau verða fangelsuð og pyntuð, er glæpur sem við munum aldrei samþykkja.

Martin á björgunarbátnum.  Stjórnmálamaðurinn hristir höfuðið  og hindrar þau í að fara. Lögfræðingurinn styður þau.  Hann togar flóttamenn inn í bátinn úr sjónum og þeir sitja með krosslagða fætur fyrir aftan hann.  Þau horfa á Martin.

Martin: (Þreyttur og andstuttur) Þetta er eins alla daga. Nærri hundrað manns að meðaltali á hverjum einasta degi. Allan sólarhringinn, frá mánudegi til sunnudags, frá janúar til desember. Þetta stoppar aldrei, svo hvernig getum við hætt.  Ef við gerum það mun MIðjarðarhafið verða blóðhaf.  Sjáið þið fyrir ykkur líkunum skola uppa á strendurnar á meðan ferðamennirnir dreypa á kokkteilunum sínum undir stjörnubjörtum himni.

Flóttamaður: Ég er læknir.  Ég get lagt eitthað af mörkum til samfélagsins. 

Flóttamaður: Ég er kennari. Ég get lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. 

Flóttamaður: Ég er verkfræðingur. Ég get lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. 

Flóttamenn: Við erum manneskjur.  Við erum manneskjur.  Við erum manneskjur.

Martin: Svo hugsa ég um alla sem eru nú þegar Evrópurbúar og dreifa dópi, svíkja allt og alla, misnota börn.  Ég heyri þá segja;,,Útlendingar koma hingað og stela vinnunni okkar”.  HA? eiturlyfjasalar, svikarar, pedófílar.  Þetta er fáránlegt.

Skipstjóri: Martin, við erum  að fara aftur.  Það voru að koma  skilaboð um að það væri fleira fólk í sjónum.

Martin: Það er ískalt í sjónum.  Við verðum að ná þeim fljótt upp.

Martin dregur fleiri flóttamenn úr sjónum. Lögfræðingurinn og stjórnmálamaðurinn taka aftur þátt. Flóttamennirnir eru skjálfandi og hræddir. Þeir sitja með krosslagðar fætur og horfa á Martin á meðan hann aðhefst. Annar flóttamaður er dreginn um borð og þeir grípa í Martin.

Flóttamaður: Barnið mitt, barnið mitt… (Þau falla niður).

Flóttammennirnir færast nær Martin í róglegheitum á meðan hann skannar (horfir) sjóinn. Hann færir sig örfvæntingarfullur á milli þeirra og leggur sig fram að fylgjast með og horfa. Síðan stöðvast allt. Flóttammennirnir frjósa. Martin fellur á hnén og dregur eitthvað upp úr vatninu. Stjórnmálamaðurinn snýr sér við. Lögfræðingurinn stendur hjá Martin.

Martin: Eins og dúkka, hendurnar útréttar.

Lögfræðingur (vinnur með Sea-Watch): Líbía er ekki öruggt land. Það er út af þeirri ástæðu sem Sea Watch reynir að verja og vernda fólkið sem hefur verið bjargað úr sjónum.

Ítalskur stjórnmálamaður: Ég fyrirlít þá sem leggja sig í lífshættu með því að aðstoða þessa rudda í að komast til landsins okkar og lítisvirða lögin og skapa með því lífshættu fyrir hermennina okkar.

Martin: Ég tók eitt sinn um framhandlegginn á barni og dró þennan létta líkama varlega í fangið, eins og barnið væri enn á lífi…. Það var með hendurnar uppréttar og litlu fingurnir stóðu upp í loftið. Sólin skein á þetta vinalega andlit með líflaus augun.

Ég byrjaði á því að syngja til að hughreysta sjálfan mig til að tjá mig á einhvern hátt þetta hjartnæma og óskiljanlega augnablik. Aðeins sex tímum áður var þetta barn á lífi.

Við björguðum eitthundrað þrjátíu og fimm manns úr sjónum þegar þessi bátur sökk. Til viðbótar við þá dóu fjörutíu og fimm. Ljósmynd af mér með lík barnsins var birt á vegum Sea Watch til að leggja áherslu á hörmungarnar.

Ítalskur stjórnmálamaður: Á meðan ég lifi, er það skylda mín að gæta landamæranna, reisn og fullveldi landsins okkar.

Lögfræðingur (vinnur með Sea Watch):  Þessar aðstæður eru óásættanlegar.  Líf fólksins er lítilsvirt.  Fólkinu refsað, refsað fyrir það sem er siðferðileg og lögleg skylda og það ætti að vera samstaða um að hjálpa þeim.

Martin:  Ef við viljum ekki sjá slíkar myndir birtast ættum við að hætta að framleiða þær.  (Hann leggur líkama barnsins niður og yfirgefur sviðið)

 Mikið af þvi sem hér hefur komið fram er tekið beint frá vitnisburði ítalska stjórnmálamannsins, Mateo Calvini.  Einnig er mikið tekið beint frá lögfræðingnum (sem vinnur fyrir Sea Watch) og haft beint eftir vitnisburði frá Giorgia Linardi.

Categories: Islenska

%d bloggers like this: