Neyddur til að flýja

Saga Awad Muhammeds

Awad er frá Kenya. Hann er tuttugu ára gamall. Í Kenya er samkynhneigð ekki samþykkt og engin ver málstað þeirra og stendur með þeim gegn fordómum og slæmri meðferð ekki einu sinni lögrega eða yfirvöld.

Awad: (Til áhorfenda) Ég er hræddur. Ég er hræddur af því að ég get ekki sagt neinum sannleikann. Ég hef lesið dagblöðin, ég hef horft á kvikmyndir og sjónvarpsþætti og leitað á netinu. Ég veit að í öðrum löndum, annarsstaðar í heiminum getur fólk eins og ég verið öruggt og lifað án hræðslu um að vera áreitt, ráðist á það eða hafnað. Minn glæpur, í mínu landi Kenya, er að vera samkynhneigður. 

Ef ég verð hér um kyrrt, mun ég deyja.

Awad stígur skref aftur á bak. fjölskylda Awads stígur skref fram.

Faðir Awads: (Öskrar) Ég á engan son. Þetta er viðurstyggð.  Þetta er guðlast. Ég á engan son.

Bróðir Awads: (Ofbeldisfullt) Ég á engan bróður. Ef þú kemur aftur hingað heim til okka mun ég drepa þig.

Móðir Awads: (Grætur) Hann er veikur og engin getur hjálpað honum.

Þau stíga skref aftur á bak. Awad stígur skref áfram.

Awad: Ég vinn við bíla. Ég hef safnað peningum og á mína eigin íbúð. Ég læt fara lítið fyrir mér. Fjölskyldan vill að ég giftist og eignist börn. Ég gæti aldrei gifst konu.

Awad stígur aftur á bak. Fjölskyldan stígur fram.

Bróðir Awads: (Reiður) Hann var með öðrum manni. Ég sá það og sagði þér það pabbi. 

Faðir Awads: (Með hnefann krepptan) Þetta hefur kallað skömm yfir fjölskylduna. Slíkt er ekki velkomið í okkar hús.

Móðir Awads: (Heldur um höfuðið). Er engin lausn, er ekki möguleiki á því að hann breytist?

Þau stíga aftur á bak. Awad stígur áfram.

Awad: (Horfir stíft á þau, hvert og eitt). Pabbi. Mamma. Bróðir minn. Ég mun alltaf elska ykkur en ég get ekki búið með ykkur. Ef ég yfirgef ekki Kenya, er ég viss um að ég verði drepinn. Ég veit að þið munið ekki verja mig. 

Ég vil að þið vitið að ég er ekki leiðir yfir því að vera eins og ég er. Ég er leiður yfir því hvernig Kenya er og hvernig Kenya hefur gert ykkur.

Awad yfirgefur sviðið, stoppar aðeins og lítur tll baka. Hann hristir höfuðið og hverfur í burtu.

Awad: Ég gat ferðast til Warsaw. Ég laug og sagðist vera að fara í frí. Ég flúði frá Kenya en líf mitt varð ekki auðvelt.

Embættismaður: Hvers vegan ert þú kominn til Póllands?

Awad: Ég vil sækja um hæli í Póllandi. Ég get ekki snúið við til Kenya. Ég er samkynhneigður og verð drepinn ef ég fer til baka. Vinsamlegast hjálpið mér.

Embættismaður: (Kuldalega) Þér varður haldið með öðrum eins og þér. Dómari mun kveða á um hvort þú getur verið um kyrrt eða hvort þú verður að snúa við. 

Awad: (Snýr í hina áttina) Ég var lokaður inni í þrjá mánuði, með öðrum hælisleitendum. Sumir þeirra voru hræðilegt fólk. Þeir hötuðu mig. (Heldur um höfðuðið). Þessir marblettir munu hverfa en minningar mínar gera það ekki.

Dómari: Ef umsækjandinn snýr aftur til Kenya, skil ég það að líf hans er í hættu. Þess vegna munum við veita honum hæli.

Awad brosir og fellur á hnén. Hann klappar höndunum og horfir til himins.

Awad: Ferðabanni var létt af mér og ég gat núna ferðast til Barcelona. Hérna hafði ég samband við stofnun sem kallast ACATHI. Þeir hlustuðu á sögu mína og hjálpuðu mér að finna skýli. 

Kona frá ACATHI: Við getum stutt viðkvæma minnihlutahópa og skiljum áskoranir sem LGBTQ+ fólk þarf að takast á við í þeim löndum sem það kemur frá. Við getum hjálpað þér.

Awad: ACATHI gátu leiðbeint mér til að finna mér vinnu og hjálpað mér að finna stað til að búa á. Þau komu fram við mig eins og manneskju og fordæmdu mig ekki fyrir það að vera samkynhneigður. Í Barcelona get ég verið frjáls og lifað og verið stoltur sem samkynhneigður maður. Ég er ekki hræddur hér.

Kona frá ACATHI: Casal de Barri Pou de la Figuera er opinber stofnun fyrir þá sem þurfa hjálp undir stjórn  Casc Antic Gestió Comunitària stofnunni. Sem miðstöðin þar sem fólk getur hist.

Awad: Mér líður eins og eigi heima hér. Fjölskyldan hefur hafnað mér og það gerir mig leiðan. Ég er bjartsýnn á að kannski verðum við sameinuð aftur. Þó er það ótrúlegt. 

Bróðir Awads hristir höfuðið reiðilega fyrir aftan hann. Faðir Awads horfir á tómlega. Móðir Awads réttir hendurnar út á móti honum en þá tekur faðir hans í hendur hennar og ýtir þeim niður.

Awad: Fjölskylda mín hefur hafnað mér en Barcelona hefur tekið vel móti mér. Hér í miðstöðinni Casal de Barri Pou de la Figuera, hef ég tækifæri til að taka þátt í viðburðum, ég get stundað nám, ég get tekið þátt í verkefnum sem tengjast LGBTQ+ samfélaginu og öðrum verkefnum í samfélaginu. Ég hef tækifæri á að tilheyra.

Í fyrsta skipti í mínu lífi, held ég, finnst mér ég tilheyra.

Kærasti Awads stígur fram. Þeir haldast í hendur. Öðrum megin stígur, konan frá ACATHI fram. Hinum megin stígur dómarinn fram. Fjölskylda Awads yfirgefur sviðið. Móðir hans heldur áfram að gráta.

Categories: Islenska

%d bloggers like this: